16. desember 2021
Óverðtryggðir breytilegir vextir hækka
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur ákveðið að hækka óverðtryggða breytilega vexti sjóðfélagalána um tuttugu og fimm punkta og tekur hækkunin gildi mánudaginn 17. janúar.
Vextir óverðtryggðra grunnlána verða eftir breytinguna 4,05% og viðbótarlána 4,80%. Vextir verðtryggðra lána taka ekki breytingum.
Vextir sjóðsins verða eftir breytinguna sem hér segir:
Grunnlán | Viðbótarlán | |
---|---|---|
Óverðtryggt (breytilegir vextir) | 4,05% | 4,80% |
Verðtryggt (fastir vextir) | 3,00% | 3,75% |
Verðtryggt (breytilegir vextir) | 1,70% | 2,45% |