18. nóvember 2024

Nýtt skipurit Gildis

Nýtt skipurit var kynnt innan sjóðsins í síðustu viku og hefur það þegar tekið gildi. Markmiðið með nýju skipuriti er að styðja við fyrirliggjandi áherslur og framtíðaráætlanir Gildis og stuðla að bættri þjónustu við sjóðfélaga.

Meðal helstu breytinga er að lífeyrisdeild og séreignardeild eru sameinaðar í nýtt svið, lífeyrissvið, sem Ágústa Hrönn Gísladóttir veitir forstöðu. Þá verður til nýtt rekstrarsvið, undir forstöðu Bjarneyjar Sigurðardóttur, sem heldur utan um almennan rekstur sjóðsins og ýmsa stoðþjónustu, svo sem samskipti og markaðsmál og gæða- og ferlamál en undir sviðið heyrir jafnframt iðgjaldadeild og lánadeild sjóðsins.

Samtals eru sjö svið í nýju skipuriti, þ.e. eignastýring, lífeyrissvið, rekstrarsvið, fjármálasvið, upplýsingatækni, lögfræðisvið og áhættustýring, en forstöðumenn þeirra heyra beint undir framkvæmdastjóra.

Breytingunum er ætlað að einfalda skipuritið og aðlaga það að vaxandi starfsemi sjóðsins.

Nýtt skipurit má sjá hér fyrir neðan:

Skipurit Gildis-lífeyrissjóðs