Stjórn Gildis samþykkti á fundi sem haldinn var 18. október síðastliðinn breytingar á hluthafastefnu sjóðsins. Markmið breytinganna var að uppfæra stefnuna til samræmis við framkvæmd hennar undanfarin misseri en stefnunni var síðast breytt árið 2015. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Umfjöllun og framsetning stefnunnar um starfskjör stjórnenda, starfskjarastefnur og skýrslur um framkvæmd hluthafastefnu er skýrð frekar, m.a. í kjölfar bókana sem Gildi lagði fram á hluthafafundum nokkurra fyrirtækja á þessu ári.
Bætt er við stefnuna umfjöllun varðandi afstöðu til heimilda sem hluthafar veita stjórnum fyrirtækja á hluthafafundum til samræmis við framkvæmd, tilnefningarnefndir, umfjöllun varðandi fjármagnsskipan félaga og umfjöllun varðandi samkeppnismál.
Hægt er að kynna sér nýja hluthafastefnu Gildis hér.