Um 70 manns sátu ársfund Gildis-lífeyrissjóðs sem fram fór Hótel Reykjavík Natura fimmtudaginn 10. apríl klukkan 17:00.
Á fundinum flutti Stefán Ólafsson, stjórnarformaður Gildis, skýrslu stjórnar og í framhaldi fór Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, yfir ársreikning og ársskýrslu 2024, tryggingafræðilega úttekt, hluthafastefnu, fjárfestingarstefnu, stöðu ÍL-sjóðs o.fl. Rósa Björgvinsdóttir, forstöðumaður eignastýringar Gildis, fór yfir þróun á mörkuðum á árinu 2024 og gerði nánar grein fyrir fjárfestingartekjum og eignasafn sjóðsins. Ágústa Hrönn Gísladóttir, forstöðumaður lífeyrissviðs, fór á fundinum yfir valkosti í lífeyris- og séreignarsparnaði og kynnti nýja lífeyrisreiknivél sem unnið hefur verið að innan sjóðsins síðustu mánuði.
Eignir og tryggingafræðileg staða
Heildareignir Gildis í árslok 2024 námu tæplega 1.127 milljörðum króna en þær voru tæplega 992 milljarðar í byrjun ársins. Nafnávöxtun samtryggingardeildar Gildis nam 11,8% á árinu 2024 og hrein raunávöxtun var 6,7%.
Tryggingafræðileg staða sjóðsins batnaði umtalsvert á árinu vegna góðrar ávöxtunar og lækkandi verðbólgu. Einnig hafði endurskoðun á sérhæfðum örorku- og endurhæfingarlíkum sjóðsins þar jákvæð áhrif. Tryggingafræðileg staða var neikvæð um 1,2% í lok ársins 2024 en var til samanburðar neikvæð um 4,3% í lok árs 2023.
Hægt er að kynna sér upplýsingar um rekstur sjóðsins, ávöxtun og eignir í ítarlegum ársreikningi og ársskýrslu Gildis fyrir árið 2024, sem lögð voru fram og kynnt á fundinum og er einnig að finna á heimasíðu sjóðsins – sjá hér: Ársskýrslur
Breytingar á samþykktum
Árni Hrafn Gunnarsson, yfirlögfræðingur Gildis, gerði á fundinum grein fyrir tillögum til breytinga á samþykktum sjóðsins. Fyrirliggjandi tillögur um breytingar voru í framhaldi staðfestar. Hægt er að kynna sér breytingarnar og rökstuðning fyrir þeim hér.
Skipan stjórnar og kosning í launanefnd
Eftirtaldir fulltrúar voru kosnir eða skipaðir í stjórn Gildis á fundinum.
Fulltrúar aðildarfélaga launamanna:
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins:
Varamenn í stjórn af hálfu stéttarfélaga voru kosin þau Hólmfríður Kristjánsdóttir og Árni Bjarnason. Gróa Björg Baldvinsdóttir var skipuð varamaður í stjórn af hálfu Samtaka atvinnulífsins.
Eftir ársfundinn er stjórn sjóðsins þannig skipuð:
Varamenn í stjórn:
Þá voru Heimir V. Pálmason og Þórir Jóhannesson kosnir af fulltrúum stéttarfélaga í launanefnd sjóðsins. Jón Kristinn Sverrisson var skipaður af SA í nefndina. Til viðbótar á stjórnarformaður Gildis (nú Björgvin Jón Bjarnason) einnig sæti í nefndinni.
Önnur mál og framkvæmd fundarins
Á fundinum var starfskjarastefna sjóðsins staðfest en engar breytingar voru gerðar á henni milli ára. Einnig var fyrirliggjandi tillaga um laun stjórnarmanna samþykkt. Staðfest var að Deloitte ehf. verður áfram endurskoðandi sjóðsins og Helgi Friðjón Arnarson var kosinn utanaðkomandi aðili í endurskoðunar- og áhættunefnd.
Fundarstjóri var Guðbjörg Helga Hjartardóttir, lögmaður hjá Logos, og fundarritari Gunnar Þór Ásgeirsson, lögfræðingur hjá Gildi.
Hægt er að kynna sér öll gögn ársfundarins og horfa á upptöku af fundinum á ársfundarsíðu sem er aðgengileg hér: www.gildi.is/arsfundur-2025