Í frétt á vef Landssamtaka lífeyrissjóða er fjallað um 3,5% ávöxtunarviðmið lífeyrissjóða og þær fullyrðingar að vegna þess séu vextir háir á Íslandi. Réttilega er bent á að þarna er ekki orsakasamhengi heldur stuðli lífeyrissjóðir þvert á móti að lægri langtímavöxtum. Til dæmis með kaupum á markaðsskuldabréfum og lánum til sjóðfélaga. Sjóðirnir kaupi skuldabréf á markaði þar sem vextir ráðist af framboði og eftirspurn. Um þessar mundir sé ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa til langs tíma á bilinu 2,09% - 2,40% eða umtalsvert undir 3,5%. Þá bjóði lífeyrissjóðir lægstu vexti á húsnæðislánum sem séu líka þó nokkuð undir ávöxtunarviðmiðinu. Sjóðirnir haldi því fráleitt uppi vöxtum í landinu heldur þrýsti þeim niður með starfsemi sinni.
Frétt Landssamtaka lífeyrissjóða