24. febrúar 2017

Lántökugjald sjóðfélagalána verður föst krónutala.

Lántökugjald við töku sjóðfélagalána hjá Gildi-lífeyrissjóði verður föst krónutala, eða 48.000 kr. frá og með 1. mars næstkomandi. Viðbótarkostnaður fyrir hvert skuldabréf umfram eitt, hverju sinni, er 7.000 kr. vegna skjalagerðar.