14. febrúar 2018

Hefur þú áhuga stjórnarsetu í fyrirtæki?

Gildi vekur athygli á að sjóðurinn leitar að einstaklingum sem hafa áhuga á stjórnarsetu í hlutafélögum með stuðningi sjóðsins. Gildi hefur frá ársbyrjun 2014 auglýst eftir stjórnarmönnum og frá þeim tíma hefur fjöldi hæfra einstaklingar gefið kost á sér.

Bæði er auglýst eftir fólki til að sitja í félögum sem eru skráð í Kauphöll Íslands sem og óskráðum hlutafélögum. Gildi leitar að einstaklingum sem uppfylla almenn hæfisskilyrði laga og auk þess önnur skilyrði sem sjóðurinn setur í hverju tilviki og geta þau verið mismunandi eftir aðstæðum hverju sinni.

Áhugasamir einstaklingar geta skráð sig hér:

Val á stjórnarmönnum sem Gildi tilnefnir eða vill styðja til stjórnarsetu byggir á faglegu ferli þar sem þættir eins og menntun, fagleg þekking, reynsla, færni og hæfi eru kannaðir. Sérstaklega þarf að huga að samsetningu stjórna hlutafélaga með hliðsjón af fjölbreyttri þekkingu og kynjahlutfalli, og að ekki séu til staðar hagsmunaárekstrar milli einstakra stjórnarmanna og félagsins.

Umsóknir eru trúnaðarmál. Gildi mun hafa samband ef sjóðurinn hefur hug á að tilnefna eða styðja viðkomandi til stjórnarsetu.