Tekin hefur verið ákvörðun um að hámarks veðhlutfall sjóðfélagalána hjá Gildi verði lækkað í 70% en hámarkið hefur verið 75% síðustu ár. Eftir breytinguna, sem hefur þegar tekið gildi, geta sjóðfélagar sótt um grunnlán hjá sjóðnum með allt að 60% veðhlutfalli og viðbótarlán upp að 70% veðhlutfalli.
Um er að ræða breytingu til fyrra horfs hjá Gildi en veðhlutfall sjóðsins var með sambærilegum hætti frá ársbyrjun 2019 fram til loka janúar 2021.