13. desember 2019
Hámark sett á lánveitingar og óverðtryggðir vextir lækka
Stjórn Gildis hefur ákveðið að setja 60 milljón króna hámark á þá upphæð sem sjóðurinn lánar í sjóðfélagalán en ekkert hámark var á lánsfjárhæð áður. Þetta þýðir að standist sjóðfélagar skilyrði geta þeir fengið allt að 60 milljón króna grunnlán eða samtals 60 milljón króna grunn- og viðbótarlán. Breytingin hefur þegar tekið gildi.
Stjórn hefur einnig ákveðið að lækka vexti á óverðtryggðum sjóðfélagalánum um 10 punkta. Óverðtryggðir vextir á grunnlánum voru áður 5,2% en lækka í 5,1%. Óverðtryggðir vextir á viðbótarlánum voru 5,95% en lækka í 5,85%. Breytingin tekur gildi 5. janúar 2020.
Eftir breytinguna verður vaxtatafla sjóðsins sem hér segir:
Grunnlán allt að 60% veðhlutfall | Viðbótarlán 60-70% veðhlutfall | |
Óverðtryggð lán Breytilegir vextir | 5,10% | 5,85% |
Verðtryggð lán Fastir vextir | 3,55% | 4,30% |
Verðtryggð lán Breytilegir vextir | 2,35% | 3,10% |