Gildi merki
13. desember 2019

Hámark sett á lánveitingar og óverðtryggðir vextir lækka

Stjórn Gildis hefur ákveðið að setja 60 milljón króna hámark á þá upphæð sem sjóðurinn lánar í sjóðfélagalán en ekkert hámark var á lánsfjárhæð áður. Þetta þýðir að standist sjóðfélagar skilyrði geta þeir fengið allt að 60 milljón króna grunnlán eða samtals 60 milljón króna grunn- og viðbótarlán. Breytingin hefur þegar tekið gildi.

Stjórn hefur einnig ákveðið að lækka vexti á óverðtryggðum sjóðfélagalánum um 10 punkta. Óverðtryggðir vextir á grunnlánum voru áður 5,2% en lækka í 5,1%. Óverðtryggðir vextir á viðbótarlánum voru 5,95% en lækka í 5,85%. Breytingin tekur gildi 5. janúar 2020.

Eftir breytinguna verður vaxtatafla sjóðsins sem hér segir:

Grunnlán allt að 60% veðhlutfallViðbótarlán 60-70% veðhlutfall
Óverðtryggð lán Breytilegir vextir5,10%5,85%
Verðtryggð lán Fastir vextir3,55%4,30%
Verðtryggð lán Breytilegir vextir2,35%3,10%
  • Lokað föstudaginn 27. maí og mánudaginn 30. maí23. maí 2022
  • Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hækka23. maí 2022
  • Niðurstöður ársfundar Gildis 202229. apr 2022
  • Dagskrá og fyrirkomulag ársfundar Gildis 202226. apr 2022
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki