1. desember 2025

Gildis lækkar óverðtryggða vexti eldri lána

Stjórn Gildis hefur ákveðið að lækka óverðtryggða vexti eldri sjóðfélagalána um 0,25%. Breytingin tekur gildi í dag, mánudaginn 1. desember. Verðtryggðir vextir sjóðsins haldast óbreyttir að þessu sinni.

Eftir lækkunina verður vaxtatafla sjóðsins eftirfarandi:

Grunnlán (allt að 60% veðhlutfall) Viðbótarlán (60-70% veðhlutfall)
Óverðtryggt – breytilegir vextir 8,75% 9,50%
Verðtryggt – breytilegir vextir 4,30% 5,05%
Verðtryggt – fastir vextir 4,30% 5,05%

Athugið að breytingin tekur aðeins til eldri sjóðfélagalána en sjóðurinn metur um þessar mundir áhrif dóms Hæstaréttar um skilmála í lánum Íslandsbanka. Á meðan veitir sjóðurinn ekki lán með breytilegum vöxtum, hvorki verðtryggð né óverðtryggð.