Gildi merki
16. mars 2020

Gildi mun koma til móts við lántakendur

Gildi-lífeyrissjóður mun koma til móts við þá sem tekið hafa lán hjá sjóðnum og sjá fram á erfiðleika við að standa í skilum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Sjóðurinn hefur alltaf sýnt lántakendum sínum sveigjanleika þegar vandi steðjar að og mun einnig gera það nú og svigrúm verður veitt eftir því sem lög og reglur heimila.

Sjóðfélagar sem sjá fram á að geta greitt af lánum sínum eru hvattir til að gera það enda verður greiðslum aðeins frestað en þær falla ekki niður. Meðan á greiðslufresti stendur leggjast vextir ofan á höfuðstól sem þýðir að afborganir hækka þegar greiðslufresti lýkur.

Eru þeir lántakendur sem sjá fram á að þurfa að nýta sér úrræði um greiðslufrest beðnir um að hafa samband við lánadeild sjóðsins. Netfangið er lan@gildi.is

  • Gildi kallar eftir endurskoðun á reglum um yfirtökutilboð15. des 2020
  • Afgreiðslutími yfir jól og áramót14. des 2020
  • Umsóknarfrestur um sérstaka útgreiðslu séreignarsparnaðar að renna út10. des 2020
  • Óverðtryggðir vextir sjóðfélagalána lækka10. des 2020
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Við notum vafrakökur. Ef þú heldur áfram að nota þessa síðu gerum við ráð fyrir að þú samþykkir notkunina.Ég samþykkiNánar