Gildi merki
28. maí 2018

Gildi leiðandi í góðum stjórnarháttum segir forstjóri Kauphallarinnar

Gildi-lífeyrissjóður hefur að mörgu leyti verið leiðandi á íslenskum markaði þegar kemur að stjórnarháttum segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, í viðtali á vefnum lifeyrismal.is.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands

Gildi kom fyrstur fram með ítarlega og nokkuð afgerandi hluthafastefnu og tók fyrstur lífeyrissjóða að birta hvernig hann greiðir atkvæði á hluthafafundum og hverja hann styður í stjórnarkjöri. Jafnframt hefur Gildi að mörgu leyti látið sig stjórnarhætti meira varða, að mér virðist, heldur en flestir eða allir aðrir lífeyrissjóðir“ segir Páll í umræddu viðtali.

Páll vekur athygli á að á aðalfundum fjölmargra hlutafélaga síðustu vikur og mánuði hafi Gildi lagt fram tillögur um tilnefningarnefndir í stjórnir viðkomandi félaga, eða beitt sér fyrir breytingum á fyrirliggjandi tillögum. „Ég held að þetta sé til fyrirmyndar hjá sjóði sem er þetta stór og umsvifamikill og lýstir í raun ríkum vilja til að stuðla að góðum stjórnarháttum og gagnsæi í stjórnarháttum, bæði fyrirtækisins sem fjárfest er í og lífeyrissjóðsins sjálfs“.

Hægt er að horfa á viðtalið við Pál Harðarson í heildi sinni hér.

  • Niðurstöður ársfundar Gildis 202229. apr 2022
  • Dagskrá og fyrirkomulag ársfundar Gildis 202226. apr 2022
  • Eignir Gildis í árslok 2021 námu 916 milljörðum króna19. apr 2022
  • Ársfundur Gildis 202208. apr 2022
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki