Gildi-lífeyrissjóður hefur að mörgu leyti verið leiðandi á íslenskum markaði þegar kemur að stjórnarháttum segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands,
í viðtali á vefnum lifeyrismal.is. [caption id="attachment_2968" align="alignright" width="320"]
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands[/caption]
Gildi kom fyrstur fram með ítarlega og nokkuð afgerandi hluthafastefnu og tók fyrstur lífeyrissjóða að birta hvernig hann greiðir atkvæði á hluthafafundum og hverja hann styður í stjórnarkjöri. Jafnframt hefur Gildi að mörgu leyti látið sig stjórnarhætti meira varða, að mér virðist, heldur en flestir eða allir aðrir lífeyrissjóðir“ segir Páll í umræddu viðtali.
Páll vekur athygli á að á aðalfundum fjölmargra hlutafélaga síðustu vikur og mánuði hafi Gildi lagt fram tillögur um tilnefningarnefndir í stjórnir viðkomandi félaga, eða beitt sér fyrir breytingum á fyrirliggjandi tillögum. „Ég held að þetta sé til fyrirmyndar hjá sjóði sem er þetta stór og umsvifamikill og lýstir í raun ríkum vilja til að stuðla að góðum stjórnarháttum og gagnsæi í stjórnarháttum, bæði fyrirtækisins sem fjárfest er í og lífeyrissjóðsins sjálfs“.
Hægt er að horfa á viðtalið við Pál Harðarson í heildi sinni hér.