Gildi merki
18. mars 2019

Eignir í árslok 561 milljarður króna

Hrein nafnávöxtun Gildis-lífeyrissjóðs árið 2018 nam 5,8% og hrein raunávöxtun var 2,4% samkvæmt ársuppgjöri sjóðsins sem nú liggur fyrir. Ávöxtun sjóðsins á árinu var borin uppi af ávöxtun innlendra skuldabréfa. Óskráð hlutabréf, bæði innlend og erlend, skiluðu sjóðnum einnig góðri ávöxtun en ávöxtun annarra eignaflokka var lakari. Hrein eign sjóðsins í árslok 2018 var 561,2 milljarðar króna og hækkaði um 43,9 milljarða milli ára. Þar af námu hreinar fjárfestingatekjur sjóðsins ríflega 31 milljarði króna. Tryggingafræðileg staða sjóðsins breyttist ekki milli ára og stendur í -1,5%.

„Afkoman er að mínu mati ásættanleg en aðstæður á markaði voru að mörgu leyti erfiðar á árinu 2018“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis. „Lífeyrissjóðir eru hins vegar langtímafjárfestar og í því sambandi má benda á að hrein raunávöxtun síðustu 10 árin er 3,9% og síðustu 20 árin 3,7%“.

Auknar lánveitingar

Alls greiddu 6.090 launagreiðendur iðgjöld til Gildis á árinu 2018 fyrir rúmlega 56.000 sjóðfélaga, en alls eiga tæplega 235.000 einstaklingar réttindi hjá sjóðnum. Beinar lánveitingar til sjóðfélaga eru sífellt stærri hluti af starfsemi Gildis, en í fyrra veitti sjóðurinn alls 1.359 sjóðfélagalán að upphæð um 22 milljarða króna. Árið áður voru veitt 878 lán að upphæð 12,8 milljarða króna og sýna þessar tölur hversu mikill vöxtur hefur orðið milli ára. Rekstrarkostnaður sjóðsins hækkaði lítillega milli ára, fór úr 806 milljónum króna í 873 milljónir.

Yfirlit yfir ávöxtun sjóðsins:

NafnávöxtunRaunávöxtun
Samtryggingardeild5,8%2,4%
Séreignardeild: Framtíðarsýn 14,0%0,7%
Séreignardeild: Framtíðarsýn 25,5%2,2%
Séreignardeild: Framtíðarsýn 35,2%1,9%

Nánari upplýsingar og yfirlit yfir starfsemi sjóðsins má sjá hér.

Ársfundur

Farið verður ítarlega yfir afkomu sjóðsins á ársfundi hans sem haldinn verður klukkan 17:00, fimmtudaginn 11. apríl næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík.

Dagskrá:
  1. Venjuleg ársfundarstörf
  2. Tillögur til breytinga á samþykktum
  3. Önnur mál, löglega upp borin

 

  • Gildi kallar eftir endurskoðun á reglum um yfirtökutilboð15. des 2020
  • Afgreiðslutími yfir jól og áramót14. des 2020
  • Umsóknarfrestur um sérstaka útgreiðslu séreignarsparnaðar að renna út10. des 2020
  • Óverðtryggðir vextir sjóðfélagalána lækka10. des 2020
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Við notum vafrakökur. Ef þú heldur áfram að nota þessa síðu gerum við ráð fyrir að þú samþykkir notkunina.Ég samþykkiNánar