Gildi merki
08. maí 2017

Breytilegir vextir sjóðfélagalána lækka

Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur ákveðið að lækka vexti á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum sjóðfélagalánum með breytilegum vöxtum, um 0,10 prósentustig frá og með 15. maí 2017.

Breytilegir vextir verðtryggðra grunnlána lækka úr 3,45% í 3,35% og verðtryggðra viðbótarlána lækka úr 4,20% í 4,10%.

Breytilegir vextir óverðtryggðra grunnlána lækka úr 6,15% í 6,05% og óverðtryggðra viðbótarlána úr 6,90% í 6,80%.

Kjör sjóðfélagalána hjá Gildi-lífeyrissjóði eru áfram með þeim hagstæðustu sem bjóðast á íbúðalánamarkaði.

Vextir á sjóðfélagalánum Gildis frá 15.05.2017
Grunnlán allt að 65% lánshlutfallViðbótarlán 65 - 75% lánshlutfall
Verðtryggt - breytilegir vextir3,35%4,10%
Verðtryggt - fastir vextir3,60%4,35%
Óverðtryggt - breytilegir vextir6,05%6,80%

Vextir á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum taka breytingum yfir lánstímann samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins. Við ákvörðun vaxta er einkum horft til ávöxtunarkröfu á skráðum verðtryggðum skuldabréfum með ríkisábyrgð, vaxtakjara á markaði á sambærilegum lánum og áhættumats sjóðsins.

Vextir á óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum taka breytingum yfir lánstímann samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins. Við ákvörðun vaxta er einkum horft til stýrivaxta Seðlabanka Íslands, innlánavaxta, ávöxtunarkröfu á skráðum skuldabréfum með ríkisábyrgð, sögulegrar og væntrar verðbólgu, vaxtakjara á markaði á sambærilegum lánum og áhættumats sjóðsins.

  • Niðurstöður ársfundar Gildis 202229. apr 2022
  • Dagskrá og fyrirkomulag ársfundar Gildis 202226. apr 2022
  • Eignir Gildis í árslok 2021 námu 916 milljörðum króna19. apr 2022
  • Ársfundur Gildis 202208. apr 2022
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki