21. september 2022

Breytilegir vextir hækka 24. október

Stjórn Gildis hefur ákveðið að hækka breytilega vexti sjóðfélagalána frá og með 24. október næstkomandi.

Breytilegir vextir óverðtryggðra lána hækka þá um 50 punkta. Vextir grunnlána verða eftir breytinguna 6,70% og viðbótarlána 7,45%.

Breytilegir vextir verðtryggðra lána hækka um 20 punkta. Vextir grunnlána verða 1,80% og viðbótarlána 2,55%.

Fastir vextir verðtryggðra lána taka ekki breytingum.

Frá og með 24. október mun vaxtatafla sjóðsins líta svona út:

Grunnlán (allt að 65% veðhlutfall) Viðbótarlán (65-75% veðhlutfall)
Verðtryggt - fastir vextir 2,80% 3,55%
Verðtryggt - breytilegir vextir 1,80% 2,55%
Óverðtryggt - breytilegir vextir 6,70% 7,45%