Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur ákveðið að hækka breytilega vexti sjóðfélagalána um 20 punkta frá og með 12. desember næstkomandi.
Breytilegir vextir óverðtryggðra grunnlána verða eftir hækkunina 6,90% og viðbótarlána 7,65%.
Breytilegir vextir verðtryggðra grunnlána verða 2,00% og viðbótarlána 2,75%.
Fastir vextir verðtryggðra lána taka ekki breytingum.
Frá og með 12. desember mun vaxtatafla sjóðsins líta svona út:
Viðbótarlán (65-75% veðhlutfall) |
---|
3,55% |
2,75% |
7,65% |