Gildi merki
15. maí 2020

Bókun Gildis á hluthafafundi Arion banka

Á framhaldsaðalfundi Arion banka, sem haldinn var fimmtudaginn 14. maí, lögðu fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs fram bókun þar sem gerðar voru athugasemdir við afgreiðslu á tillögu stjórnar bankans um heimild til útgáfu áskriftarréttinda að hlutabréfum í bankanum (e. Warrants). Sjóðurinn telur að heimild til útgáfu áskriftarréttinda feli í sér möguleika á því að koma á fót ígildis veglegs kaupaukakerfis fyrir starfsmenn Arion banka.

Gildi gerir athugasemdir við afgreiðslu málsins á aðalfundi félagsins 17. mars síðastliðinn en einnig við þá niðurstöðu að beiðni sjóðsins um að setja málefnið á dagskrá framhaldsaðalfundarins þann 14. maí, og að upplýsa aðra hluthafa um erindið, hafi verið hafnað.

Á framhaldsaðalfundinum lagði Gildi  fram bókun þar sem sjónarmið sjóðsins voru rakin. Fyrr í maí hafði Gildi-lífeyrissjóður sent stjórn bankans erindi þar sem sjónarmið sjóðsins vegna afgreiðslu á tillögu um heimild til útgáfu áskriftarréttindanna voru reifuð og óskað eftir atkvæðagreiðslu.

  • Bókun Gildis á framhaldsaðalfundi Arion banka 14. maí 2020
  • Tillaga Gildis til meðferðar á framhaldsaðalfundi Arion banka
  • Lokað föstudaginn 27. maí og mánudaginn 30. maí23. maí 2022
  • Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hækka23. maí 2022
  • Niðurstöður ársfundar Gildis 202229. apr 2022
  • Dagskrá og fyrirkomulag ársfundar Gildis 202226. apr 2022
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki