21. október 2019

Bætt aðgengi að bílastæðum

Nýtt fyrirkomulag hefur verið tekið upp á bílastæði við Guðrúnartún 1, þar sem skrifstofur Gildis í Reykjavík eru til húsa. Allir gestir hússins, þar á meðal þeir sem erindi eiga við Gildi lífeyrissjóð, þurfa frá deginum í dag að skrá bílnúmer í afgreiðslu sjóðsins, að öðrum kosti eiga þeir á hættu að fá sekt fyrir að leggja ólöglega.

Ástæða þessa er að margir sem eiga erindi við fyrirtæki og stofnanir í nágrenni Gildis nýta ókeypis bílastæði við Guðrúnartún 1. Vegna þess reynist mörgum sem eiga erindi við Gildi og aðra sem eru með starfsemi húsinu, erfitt að finna stæði. Til að koma í veg fyrir þetta verður í framtíðinni lagt gjald á þá sem leggja við Guðrúnartún 1 án þess að eiga þangað erindi.

Vonir standa til þess að fyrirkomulagið auðveldi þeim sem heimsækja skrifstofur Gildis að finna stæði og að það tryggi betri aðgang að þeirri þjónustu sem Gildi veitir.