Gildi merki
29. maí 2017

Aukaársfundur 22. júní

Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs boðar til aukaársfundar sjóðsins fimmtudaginn 22. júní 2017 kl. 17 á Grand Hótel Reykjavík. Gera þarf breytingar á samþykktum sjóðsins til þess að unnt sé að framfylgja ákvæði kjarasamnings ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 um að sjóðfélagar geti ráðstafað iðgjaldi umfram 12%, að hluta eða öllu leyti, í bundinn séreignarsparnað í stað samtryggingar. Tillaga þessa efnis verður borin upp á fundinum.

Dagskrá fundarins:
1. Tillögur til breytinga á samþykktum Gildis-lífeyrissjóðs.

Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa fer með atkvæði á fundinum.

Tillögur til breytinga á samþykktum má sjá hér og liggja þær einnig frammi á skrifstofu sjóðsins.

Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs

 

 

  • Niðurstöður ársfundar Gildis 202229. apr 2022
  • Dagskrá og fyrirkomulag ársfundar Gildis 202226. apr 2022
  • Eignir Gildis í árslok 2021 námu 916 milljörðum króna19. apr 2022
  • Ársfundur Gildis 202208. apr 2022
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki