16. mars 2020

Auglýsing um ársfund lesin mánuði of snemma

Þau mistök voru gerð hjá Ríkisútvarpinu í gær að auglýsing um ársfund Gildis 2020, sem lesa átti 15. apríl næstkomandi, var lesin mánuði of snemma. Þannig var auglýst að ársfundur sjóðsins fari fram í dag, sem ekki er rétt.

Stefnt er á að halda fundinn fimmtudaginn 16. apríl en í ljósi samkomubanns og ástandsins sem skapast hefur vegna COVID-19 veirunnar er óljóst hvort það náist. Sjóðfélagar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með hér á heimasíðu Gildis.