Ársreikningur Gildis-lífeyrissjóðs fyrir árið 2024 hefur nú verið birtur hér á vefnum. Í reikningnum má finna ítarlegar upplýsingar um ávöxtun, rekstur og eignasafn Gildis í árslok 2024 og þróun frá fyrra ári.
Ársreikningurinn Gildis er í fyrsta skipti birtur stakur, þ.e. ekki sem hluti af ársskýrslu. Það, ásamt breyttu verklagi við uppgjör, gefur sjóðnum tækifæri á að birta reikninginn um fimm vikum fyrr en áður hefur verið mögulegt.
Reikningurinn telur alls 95 blaðsíður og er honum skipt upp í eftirfarandi hluta:
Aftast í ársreikningi má finna helstu upplýsingar um stöðu og rekstur sjóðsins á ensku.
Ársfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 10. apríl klukkan 17:00 á Hótel Reykjavík Natura.