12. apríl 2019

Ársfundur Gildis 2019

Vel á annað hundrað manns sátu ársfund Gildis 2019 sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í gær. Á fundinum fóru formaður og framkvæmdastjóri sjóðsins yfir rekstur Gildis og afkomu á árinu 2018. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 561,2 milljörðum króna og hækkuðu um tæplega 44 milljarða milli ára. Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins nam 5,8% og hrein raunávöxtun 2,4%. Sjóðurinn greiddi rúma 16 milljarða króna í lífeyri á árinu 2017, þar af 10,3 milljarða í ellilífeyri og 4,8 milljarða í örorkulífeyri.

Á fundinum lagði stjórn fram nokkrar tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins og voru þær allar samþykktar. Breytingarnar voru gerðar til að uppfylla ákvæði samkomulags Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um lífeyrismál sem skrifað var undir 24. apríl í fyrra. Hægt er að kynna sér breytingarnar á samþykktum sjóðsins hér.

Á fundinum var staðfest ný starfskjarastefna sem nær til stjórnarmanna og allra starfsmanna. Markmiðið með stefnunni er að styðja við góða stjórnarhætti í rekstri sjóðsins og auka gegnsæi.

Ný stjórn var kosin á fundinum og er hún þannig skipuð:

Fulltrúar aðildarsamtaka launamanna

  • Guðmundur Ragnarsson

  • Margrét Birkisdóttir

  • Ingibjörg Ólafsdóttir

  • Stefán Ólafsson (nýr)



Fulltrúar samtaka atvinnulífsins:


  • Gylfi Gíslason

  • Áslaug Hulda Jónsdóttir

  • Sverrir Sverrisson

  • Freyja Önundardóttir


Stjórn hefur þegar skipt með sér verkum og er Gylfi Gíslason formaður og Stefán Ólafsson varaformaður. Á fundinum vék Kolbeinn Gunnarsson úr stjórninni, en hann var stjórnarformaður sjóðsins fram að aðalfundi og hafði setið í stjórn síðustu ár. Er honum þökkuð vel unnin störf fyrir sjóðinn.

Að lokum var á fundinum kosin nefnd um laun stjórnarmanna og var það gert í samræmi við nýtt ákvæði í samþykktum sjóðsins sem samþykkt var fyrr á fundinum. Í nefndinni situr stjórnarformaður sjóðsins en honum til viðbótar munu Berglind Rós Gunnarsdóttir, Trausti Jörundarson og Davíð Þorláksson skipa nefndina.

Fundargögn:

 
Myndir frá ársfundi Gildis 2019