18. mars 2019

Ársfundur Gildis 2019 og tillögur til breytinga á samþykktum

Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn klukkan 17.00, fimmtudaginn 11. apríl á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá:


  1. Venjuleg ársfundarstörf.

  2. Tillögur til breytinga á samþykktum.

  3. Önnur mál, löglega upp borin.


Vakin er athygli á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.

Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund.

Tillögur stjórnar Gildis til breytinga á samþykktum.

Tillögur Arnar Pálssonar til breytinga á samþykktum.