13. apríl 2018

Ársfundur Gildis 2018

Tæplega eitt hundrað manns sátu ársfund Gildis 2018 sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í gær. Á fundinum fóru formaður og framkvæmdastjóri sjóðsins yfir rekstur Gildis og afkomu á árinu 2017 sem var mjög hagstæð. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 517,4 milljörðum króna og hækkuðu um tæplega 46 milljarða milli ára. Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins nam 7,7% og hrein raunávöxtun 5,8%. Sjóðurinn greiddi rúma 15 milljarða króna í lífeyri á árinu 2017, þar af 4,7 milljarða í örorkulífeyri.

Á fundinum voru lagðar fram þrjár tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins og voru þær allar samþykktar. Aðalbreytingin snýr að rétti til töku hálfs ellilífeyris og heimild til þess að fresta töku til 80 ára aldurs. Hægt er að kynna sér breytingarnar á samþykktum sjóðsins hér.

Þrjár ályktunartillögur bárust fundinum frá sjóðfélögum en engin þeirra var samþykkt.

Stjórnarkjör
Ný stjórn var kosin á fundinum og er hún þannig skipuð:

Fulltrúar aðildarsamtaka launamanna


  • Guðmundur Ragnarsson

  • Margrét Birkisdóttir

  • Harpa Ólafsdóttir

  • Kolbeinn Gunnarsson



Fulltrúar samtaka atvinnulífsins:


  • Gylfi Gíslason

  • Áslaug Hulda Jónsdóttir

  • Sverrir Sverrisson

  • Freyja Önundardóttir


 

Fundargögn
Kynningarglærur frá fundinum.
Ársskýrsla Gildis 2017.
Ávarp stjórnarformanns.
Fundargerð ársfundar Gildis 2018.

Myndir frá fundinum