Tæplega 100 manns sóttu ársfund Gildis sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík 27. apríl. Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri kynntu starfsemi sjóðsins árið 2016 og fóru yfir lykiltölur í rekstri.
Þá samþykkti fundurinn samhljóða tillögur til breytinga á samþykktum. Tillaga til ályktunar um að óska eftir viðræðum við þrjá aðra lífeyrissjóði um stofnun sameiginlegs stýrihóps sjóðanna um erlendar fjárfestingar, var aftur á móti felld með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.
Ávarp stjórnarformannsKynningarglærurFundargerð ársfundarÁrsskýrsla 2016