19. mars 2020

Ársfundi Gildis frestað um óákveðinn tíma

Ákveðið hefur verið að fresta ársfundi Gildis sem halda átti fimmtudaginn 16. apríl næstkomandi. Ástæðan er það ástand sem skapast hefur vegna útbreiðslu COVID-19 og samkomubann sem sett hefur verið í tengslum við það. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær fundurinn verður haldinn enda er það erfitt við núverandi skilyrði í samfélaginu. Upplýsingar um málið verða birtar á heimasíðu Gildis um leið og þær liggja fyrir.

Fulltrúaráðsfundi, sem halda átti 26. mars, hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma.