Gildi merki
02. nóvember 2021

95 milljarðar í grænar fjárfestingar

Stjórn Gildis hefur samþykkt að fjárfesta fyrir 95 milljarða króna í grænum verkefnum fram til ársins 2030 og hefur sjóðurinn skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis. Gildi hefur síðustu ár lagt aukna áherslu á fjárfestingar í sjálfbærum og umhverfisvænum fyrirtækjum og lausnum og er sú áhersla staðfest með undirritun viljayfirlýsingarinnar. Auk augljósra jákvæðra umhverfisáhrifa lítur Gildi á þetta sem tækifæri til að stuðla að bættri ávöxtun til lengri tíma litið sem og að takmarka áhættu í eignasafni sjóðsins.

Viljayfirlýsingin sem Gildi hefur undirritað er gangvart Climate Investment Coalition (CIC), framtaks sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni fjárfestingu í hreinni orku og öðrum umhverfisvænum verkefnum. CIC eru alþjóðleg samtök en stofnaðilar eru danska umhverfis-, orku og veituráðuneytið, The Institutional Investors Group on Climate Change, Insurance & Pension Denmark og World Climate Foundation.

Gildi er einn af þrettán íslenskum lífeyrissjóðum sem taka þátt í verkefninu en sjóðirnir ætla samanlagt að fjárfesta fyrir 4,5 milljarða Bandaríkjadala (um 580 milljarða króna) í grænum lausnum fram til ársins 2030. Sjóðirnir sem taka þátt í verkefinu eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gildi-lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífsverk, LSR, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, SL lífeyrissjóður og Stapi lífeyrissjóður. CIC mun á næstu árum mæla árangur sjóðanna og birta niðurstöður sínar einu sinni á ári.

Gildi mun ásamt öðrum þátttakendum vinna í samstarfi við stjórnvöld, stofnanir, tækniframleiðendur og hagsmunasamtök við að stuðla að auknum fjárfestingum á sviðum sem ýta undir að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð. Í því felst eins og áður sagði að Gildi stefnir á að fjárfesta fyrir um 95 milljarða á næstu árum í grænum lausnum. Gangi það eftir mun um 8% af eignasafni sjóðsins liggja í slíkum eignum árið 2030.

  • Fréttatilkynning þrettán íslenskra lífeyrissjóða um þátttöku í CIC
  • Fréttatilkynning frá CIC um verkefnið
  • Lokað föstudaginn 27. maí og mánudaginn 30. maí23. maí 2022
  • Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hækka23. maí 2022
  • Niðurstöður ársfundar Gildis 202229. apr 2022
  • Dagskrá og fyrirkomulag ársfundar Gildis 202226. apr 2022
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki