Gildi-lífeyrissjóður er öflugur bakhjarl sjóðfélaga þegar breytingar eru framundan. Ertu að láta af störfum vegna aldurs? Hefur starfsgetan minnkað vegna veikinda eða slyss? Viltu hefja séreignarsparnað eða ertu að kaupa fasteign? Við erum hér fyrir þig!
Gildi er leiðandi fjárfestir á íslenskum markaði og leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og víðtæka upplýsingagjöf. Sjóðurinn lítur m.a. til umhverfismála, félagslegra málefna og stjórnarhátta í fjárfestingum.
Sjóðfélagar eiga rétt á ævilöngum ellilífeyri þegar þeir hætta störfum sökum aldurs. Skerðist starfsgeta vegna veikinda eða slyss eiga þeir rétt á örorkulífeyri. Makar og börn geta átt rétt á lífeyri falli sjóðfélagi frá.
Sjóðfélagar sem greitt hafa til samtryggingar- eða séreignardeildar Gildis geta fengið hagstæð húsnæðislán, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lántakendur geta valið um mismunandi lánamöguleika, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Séreignarsparnaður er einn hagkvæmasti sparnaður sem völ er á. Launþegi sem leggur 2%–4% fyrir með þessum hætti mánaðarlega fær 2% á móti frá vinnuveitanda sem er þá í reynd hrein launahækkun.