Öflugur bakhjarl sjóðfélaga

Gildi-lífeyrissjóður er öflugur bakhjarl sjóðfélaga þegar breytingar eru framundan. Ertu að láta af störfum vegna aldurs? Hefur starfsgetan minnkað vegna veikinda eða slyss? Viltu hefja séreignarsparnað eða ertu að kaupa fasteign? Við erum hér fyrir þig!

Nýir sjóðfélagar

Ertu nýliði á vinnumarkaði og greiddir nýlega iðgjald til Gildis-lífeyrissjóðs í fyrsta sinn? Það þýðir meðal annars:

  • Við tryggjum að þú eigir pening á efri árum eftir að þú hættir að vinna
  • Við tryggjum þig og fjölskyldu þína ef þú veikist eða lendir í slysi
  • Með séreign hjálpum við þér að hækka launin, leggja fyrir og safna í sjóð
  • Við hjálpum þér að spara fyrir íbúð og lánum þér pening til íbúðakaupa
Nyjir sjodfelagar