Skrifstofur Gildis-lífeyrissjóðs hafa nú verið opnaðar fyrir heimsóknir sjóðfélaga. Vegna tveggja metra reglu þarf sjóðurinn þó að setja skorður á hversu mörgum er sinnt í einu sem getur leitt til tafa í afgreiðslu á skrifstofunum. Við hvetjum því sjóðfélaga sem hafa á því möguleika að nýta sér rafrænar lausnir, m.a. til að koma gögnum til skila. Síðustu vikur hefur gengið vel að leysa mál með rafrænum lausnum sjóðsins, sem og í símtölum og tölvupóstum og full ástæða er því til að hvetja sjóðfélaga til að nýta sér þá möguleika áfram.
Hægt er að senda almennar fyrirspurnir á netfangið
gildi@gildi.is. Netföng deilda eru sem hér segir:
Starfsfólk sjóðsins svarar símtölum á opnunartíma í s. 515-4700. Opið er frá 09:00 til 16:00 alla virka daga nema föstudaga þegar skrifstofur sjóðsins loka klukkan 15:00.
Upplýsingar um inneign, réttindi og lán eru á
sjóðfélagavef. Á vef sjóðsins,
www.gildi.is, er hægt nálgast umsóknir um lífeyri, lán, séreign o.s.frv. Á
launagreiðendavef má finna upplýsingar um greiðslustöðu launagreiðanda á hverjum tíma. Jafnframt er þar hægt að skrá og senda skilagreinar til sjóðsins.
Hægt er að skila skjölum til sjóðsins í póstkassa við skrifstofu Gildis við Guðrúnartún 1 en einnig verður mögulegt að skila inn gögnum í móttöku á annarri hæð. Enn um sinn má búast við að umsóknir um lán og önnur erindi taki lengri tíma en alla jafna og biðjumst við velvirðingar á því.