Íslenska lífeyriskerfið er í efsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að og birt var í vikunni. Samanburðurinn sýnir að íslenska lífeyriskerfið er sjálfbærara, skilar meiri réttindum og hefur yfir meiri auðlindum að ráða en lífeyriskerfi annarra þjóða auk þess að njóta talsverðs trausts í samanburði við önnur kerfi. Meðal þeirra skýringa sem gefnar eru fyrir því að Ísland er í efsta sæti á vísitölulistanum eru þessar:
Íslenska lífeyriskerfið fær í samanburðinum 84,2 stig af 100 mögulegum en næst í röðinni eru Holland (83,5 stig), Danmörk (82,0), Ísrael (77,1) og Noregur (75,2). Aðeins Ísland, Holland og Danmörk ná yfir 80 stigum og teljast því búa við öflug lífeyriskerfi sem skila góðum réttindum, eru sjálfbær og með trausta umgjörð. Í neðstu þremur sætunum á listanum eru Taíland (40,6), Argentína (41,5) og Filippseyjar (42,7).
Í niðurstöðum eru eftirtalin þrjú atriði þó talin getað hækkað lífeyrisvísitölu Íslands enn frekar:
Þessi samanburður lífeyriskerfa byggist annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnunni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum.
Þeir aðilar sem standa að samningi við Mercer-CFA Insitute fyrir Íslands hönd eru Landssamtök lífeyrissjóða, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanki Íslands.
Ítarefni: