Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóð hækkar um 1,5 prósentustig þann 1. júlí næstkomandi, úr 10% í 11,5%. Samið var um hækkunina í kjarasamningi milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins 21. janúar 2016.
Hækkunin nær til þeirra launþega sem fengu 8% mótframlag þegar skrifað var undir umræddan samning. Breytingin hefur engin önnur áhrif gagnvart launagreiðendum nema að því leyti að iðgjaldið hækkar.
Frekari upplýsingar um samkomulag ASÍ og SA má sjá hér.