Á fundi stjórnar Gildis í gær, mánudaginn 25. júní, sagði Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sig úr stjórn. Harpa hefur látið af störfum sem forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar stéttarfélags og var hún nýverið ráðin til starfa hjá Reykjavíkurborg sem deildarstjóri kjaradeildar.
Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði, tekur við af Hörpu sem formaður stjórnar. Um leið tekur Ingibjörg Ólafsdóttir, sviðsstjóri hjá Eflingu, sæti í stjórn en hún var áður varamaður í stjórn Gildis.