18. June 2020

Ársfundur Gildis 2020

Um sjötíu sátu ársfund Gildis 2020 sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík á þriðjudag. Fundurinn átti upphaflega að fara fram 16. apríl en vegna útbreiðslu Covit-19 var honum frestað.

Á fundinum fóru formaður og framkvæmdastjóri sjóðsins yfir rekstur Gildis og afkomu á árinu 2019. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 661,1 milljarði króna en voru 561,2 milljarðar króna í byrjun ársins og hækkuðu því um tæplega eitt hundrað milljarða milli ára. Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins nam 15,1% og hrein raunávöxtun 12,1%. Sjóðurinn greiddi rúma 17,6 milljarða króna í lífeyri á árinu 2019, þar af 11,2 milljarða í ellilífeyri og 5,3 milljarða í örorkulífeyri.

Vegna þeirrar miklu óvissu sem verið hefur á mörkuðum síðustu mánuði vegna útbreiðslu Covid-19 fór framkvæmdastjóri einnig yfir stöðu sjóðsins á fyrstu fimm mánuðum ársins 2020. Nafnávöxtun á þessu tímabili nam 3,6% og námu heildareignir sjóðsins alls 679 milljörðum í lok maí en þær voru eins og áður kom fram 661,1 milljarður í byrjun ársins.

Á fundinum fór Vigfús Ásgeirsson, tryggingastærðfræðingur sjóðsins, yfir áhrif hækkandi lífaldurs á stöðu Gildis og annarra lífeyrissjóða og til gamans má geta að hann hóf yfirferð sína á stöðu mála á árinu 13 fyrir Krist. Hægt er að sjá kynningu hans með öðrum kynningarglærum sem notaðar voru á fundinum neðar hér á síðunni.

Ný stjórn var kosin á fundinum og er hún þannig skipuð:

Fulltrúar aðildarsamtaka launamanna:

  • Árni Bjarnason (nýr inn)

  • Ingibjörg Ólafsdóttir

  • Margrét Birkisdóttir

  • Stefán Ólafsson



Fulltrúar samtaka atvinnulífsins:


  • Áslaug Hulda Jónsdóttir

  • Freyja Önundardóttir

  • Gylfi Gíslason

  • Sverrir Sverrisson


Stjórn hefur þegar skipt með sér verkum og er Stefán Ólafsson formaður og Gylfi Gíslason varaformaður. Á fundinum hurfu Guðmundur Ragnarsson úr aðalstjórn og Konráð Alfreðsson úr varastjórn og voru þeim þökkuð vel unnin störf fyrir sjóðinn.

Að lokum var á fundinum kosin nefnd um laun stjórnarmanna og var það gert í samræmi við ákvæði í samþykktum sjóðsins sem samþykkt var á ársfundi Gildis árið 2019. Í nefndinni situr stjórnarformaður sjóðsins en honum til viðbótar munu Berglind Rós Gunnarsdóttir, Davíð Þorláksson og Inga Jóna Friðgeirsdóttir skipa nefndina fram að ársfundi 2021.

Fundarstjóri var Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ og fundarritari Bjarney Sigurðardóttir, skrifstofustjóri Gildis.

Fundargögn:

 
MYNDIR: