Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur ákveðið að lækka vexti á lánum til sjóðfélaga frá og með 5. janúar 2018.
Breytilegir vextir verðtryggðra grunnlána lækka úr 3,25% í 3,05% og verðtryggðra viðbótarlána lækka úr 4,00% í 3,80%.
Fastir vextir verðtryggðra grunnlána lækka úr 3,60% í 3,55% og verðtryggðra viðbótarlána úr 4,35% í 4,30%.
Breytilegir vextir óverðtryggðra grunnlána lækka úr 5,70% í 5,55% og óverðtryggðra viðbótarlána úr 6,45% í 6,30%.
Kjör sjóðfélagalána hjá Gildi-lífeyrissjóði eru áfram með þeim hagstæðustu sem bjóðast á íbúðalánamarkaði.
Vextir á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum taka breytingum yfir lánstímann samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins. Við ákvörðun vaxta er einkum horft til ávöxtunarkröfu á skráðum verðtryggðum skuldabréfum með ríkisábyrgð, vaxtakjara á markaði á sambærilegum lánum og áhættumats sjóðsins.
Vextir á óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum taka breytingum yfir lánstímann samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins. Við ákvörðun vaxta er einkum horft til stýrivaxta Seðlabanka Íslands, innlánavaxta, ávöxtunarkröfu á skráðum skuldabréfum með ríkisábyrgð, sögulegrar og væntrar verðbólgu, vaxtakjara á markaði á sambærilegum lánum og áhættumats sjóðsins.