20. August 2021

Úrræði og upplýsingar vegna COVID-19

Vegna útbreiðslu Covid-19 hvetur Gildi sjóðfélaga til að nýta rafræna þjónustu og leita upplýsinga í síma áður en skrifstofur sjóðsins eru heimsóttar. Skrifstofurnar eru opnar en í ljósi stöðunnar á faraldrinum vill Gildi fækka heimsóknum þangað eins og kostur er. Er það gert til að minnka hættu á smitum meðal starfsfólks sem og sjóðfélaga sjálfra.

Sjóðfélagar geta nálgast upplýsingar um réttindi sín hjá sjóðnum, stöðu lána og fleira á sjóðfélagavef og þar er einnig hægt að sækja um lífeyri, lán og aðra þá þjónustu sem Gildi býður upp á. Launagreiðendur geta fundið ýmiskonar upplýsingar um stöðu sína á launagreiðendavef.

Starfsfólk einstakra deilda svarar enn fremur fyrirspurnum sem berast í tölvupósti. Netföng deilda eru:

Fyrirspurnir um önnur mál má senda á netfangið gildi@gildi.is

Hægt er að ná í starfsfólk Gildis í síma 515-4700 frá 9.00 til 16.00 mánudaga til fimmtudaga og 9.00 til 15.00 á föstudögum. Þó er vakin athygli á að símatími lífeyris-, lána-, séreignar- og iðgjaldadeildar er frá 9:00 til 15:00 alla virka daga.