10. December 2020

Umsóknarfrestur um sérstaka útgreiðslu séreignarsparnaðar að renna út

Vakin er athygli á að frestur til að sækja um sérstaka útgreiðslu séreignarsparnaðar vegna COVID-19 er til 31. desember 2020.

Heimildin byggir á samþykki Alþingis frá því fyrr á árinu en hún var hluti af úrræðum sem gripið var til vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Nánari upplýsingar:

  • Hámarksúttekt fyrir einstakling er 12 milljónir króna.

  • Hámarksgreiðsla á mánuði er 800.000 krónur.

  • Tekjuskattur er innheimtur af greiðslum úr séreignarsjóði.

  • Heimildin gildir frá 1. apríl 2020 til 1. janúar 2021

  • Umsóknir sem berast fyrir 17. desember greiðast út um næstu mánaðamót.

  • Ath. að heimildin nær ekki til tilgreindrar séreignar


Vakin er athygli á að sjóðfélagar geta nálgast upplýsingar um inneign sína í séreignardeild sjóðsins á sjóðfélagavef.