Vakin er athygli á að þeir sem greiða í dag séreignarsparnað inn á húsnæðislán þurfa að hafa sótt um framlengingu fyrir 30. september til að ekki verði rof á greiðslum.
Stjórnvöld samþykktu í sumar að framlengja um tvö ár heimild til að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán og ættu þeir sem eru að nýta sér úrræðið að hafa fengið tölvupóst frá ríkisskattstjóra þar sem vakin er athygli á málinu.
Einfalt er að sækja um að ráðstafa áfram séreignarsparnaði inn á lán. Það er gert með því að skrá sig inn á
leidretting.is og óska eftir að gildistími ráðstöfunar sé framlengdur.
Nánari upplýsingar má finna á
vefnum skatturinn.is