11. July 2021

Niðurstöður úttektar Ernst & Young á samningi við Init

Ernst & Young ehf. (EY) hefur skilað af sér úttekt á samningi milli Reiknistofu lífeyrissjóða hf. og Init ehf. um rekstur hugbúnaðarkerfisins Jóakims og finna má niðurstöður hennar hér.

Stjórn Reiknistofu lífeyrissjóða mun nú taka niðurstöður úttektarinnar til athuganar og vinna málið áfram. Í yfirlýsingu stjórnar, sem birt hefur verið á heimasíðu RL segir að í úttektinni komi fram að Init hafi brotið samninga við RL. „Vegur þar þyngst viðskiptasamband Init ehf. við undirverktaka án heimildar RL, annars vegar við félag með sama eignarhald (Init rekstur ehf.) og hins vegar við nokkur félög í eigu stjórnenda Init. Þá segir EY að ekki verði séð að eðlilegur rekstrartilgangur hafi að öllu leyti legið að baki greiðslum milli umræddra félaga. Stjórn RL mun á næstu vikum fara ítarlega yfir þessar niðurstöður úttektarinnar og skoða hvort gripið verði til aðgerða á grunni þeirra.“

Yfirlýsingu RL má finna í heild hér.