4. December 2020

Góð staða eftir fyrstu tíu mánuði ársins

Um níutíu fylgdust með rafrænum fulltrúaráðs- og sjóðfélagafundi sem haldinn var klukkan fjögur fimmtudaginn 3. desember. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, fór á fundinum yfir stöðu sjóðsins fyrstu tíu mánuði ársins og Davíð Rudolfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis, yfir fjárfestingar, nýja fjárfestingarstefnu og stöðu á verðbréfamörkuðum.

Góð staða eftir 10 mánuði


Í kynningu Árna Guðmundssonar kom fram að hrein raunávöxtun samtryggingardeildar á fyrstu tíu mánuðum ársins nam 7,5% og að heildar eignir sjóðsins, sem voru í byrjun árs ríflega 665 milljarðar króna, námu í lok október ríflega 727 milljörðum (mynd 1 hér að neðan).

Sjóðurinn veitti 923 lán á fyrstu tíu mánuðum ársins og heildar fjárhæð þeirra nam 13,3 milljörðum. Á sama tímabili í fyrra voru lánin 1.072 og upphæð þeirra samtals 17,2 milljarðar. Frá því í sumar hafa uppgreiðslur verið nokkuð umfram lánveitingar sjóðsins (mynd 2).

Í máli Davíðs Rudolfssonar kom fram að erlendir skuldabréfasjóðir, erlend hlutabréf og erlendir fasteigna- og vogunarsjóðir hafa skilað bestri ávöxtun á fyrstu tíu mánuðum ársins (mynd 3). Rétt er þó að taka fram að eign Gildis í vogunarsjóðum hefur farið hratt minnkandi síðustu misseri og er í dag hverfandi.

Davíð fór einnig yfir gengisþróun síðustu daga og vikna sem gæti haft nokkur áhrif á ávöxtun sjóðsins þegar árið í heild verður gert upp.

 
Mynd 1


Mynd 2


Mynd 3