Uppsöfnuð raunávöxtun Gildis-lífeyrissjóðs á árinu nemur 5,5%. Þetta kom fram í kynningu Árna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gildis á sjóðfélagafundi sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í gær. Heildareignir samtryggingasjóðs Gildis í lok október námu 559,2 milljörðum króna sem er hækkun um 46,3 milljarða frá áramótum. Í kynningu Árna kom fram að Gildi greiddi á fyrstu tíu mánuðum ársins samtals 13,4 milljarða króna í lífeyri, sem er rúmlega 7% hækkun milli ára. Mest hefur verið greitt í ellilífeyri, eða um 8,4 milljarða króna.
Kynningu Árna frá sjóðfélagafundinum í gær má finna hér.Á fundinum var einnig fjallað um hluthafastefnu Gildis og stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis gaf innsýn í innlendar fjárfestingar og Guðrún Inga Ingólfsdóttir, eignastýringu Gildis, gaf innsýn inn í erlendar fjárfestingar.
Kynningar þeirra má finna hér.