Vextir verðtryggðra lána lækka í dag, föstudaginn 5. nóvember, um tíu punkta. Verðtryggð grunnlán með föstum vöxtum bera þá 3,0% vexti en viðbótarlán 3,75% vexti. Breytilegir vextir verðtryggðra grunnlána verða 1,70% en viðbótarlána 2,45%.
Um leið tekur gildi áður tilkynnt tuttugu punkta hækkun á óverðtryggðum vöxtum sjóðsins. Vextir óverðtryggðra grunnlána verða frá deginum í dag 3,65% en viðbótarlána 4,40%.
Stjórn Gildis hefur enn fremur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sjóðfélagalána um 15 punkta frá og með mánudeginum 13. desember næstkomandi. Vextir óverðtryggðra grunnlána með breytilegum vöxtum verða þá 3,80% en viðbótarlána 4,55%.