11. apríl 2025
Um 70 manns sátu ársfund Gildis-lífeyrissjóðs sem fram fór Hótel Reykjavík Natura fimmtudaginn 10. apríl klukkan 17:00.
Á fundinum flutti Stefán Ólafsson, stjórnarformaður Gildis, skýrslu stjórnar og í framhaldi fór Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, yfir ársreikning og ársskýrslu 2024, tryggingafræðilega úttekt, hluthafastefnu, fjárfestingarstefnu, stöðu ÍL-sjóðs o.fl. Rósa Björgvinsdóttir, forstöðumaður eignastýringar Gildis, fór yfir þróun á mörkuðum á árinu 2024 og gerði nánar grein fyrir fjárfestingartekjum og eignasafn sjóðsins.