Gildi merki
  • Séreign
  • Tilgreind séreign
  • Fyrirkomulag

Fyrirkomulag

Tilgreind séreign er önnur tegund séreign­ar­sparn­aðar en áður hefur boðist og um hana gilda aðrar reglur. Í 22. gr. samþykkta Gildis-lífeyr­is­sjóðs er að finna ákvæði sem gilda um tilgreinda séreign.

  • Allt viðbótar­ið­gjaldið fer í samtrygg­ing­ar­deild nema sjóð­fé­lagi óski eftir að því verði ráðstafað í tilgreinda séreign.
  • Mikil­vægt er að sjóð­fé­lagar geri sér grein fyrir að rétt­indi í samtrygg­ing­ar­deild geta falið í sér verðmæt trygg­inga­rétt­indi.
  • Með ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign ávinnst ekki, hvað þau iðgjöld snertir, réttur til ævilangs elli­líf­eyris, né örorku- og maka­líf­eyris með fram­reikn­ingi heldur byggir sjóð­fé­lagi upp sjóð sem er séreign viðkom­andi.
  • Sjóð­fé­lagi þarf að taka upplýsta ákvörðun um ráðstöfun iðgjalds og tilkynna sínum lífeyr­is­sjóði um ráðstöfun iðgjaldsins.
  • Sjóð­fé­lagi má hvenær sem er breyta því hvernig hann ráðstafar iðgjaldi umfram 12%.
  • Sjóð­fé­lagar í Gildi geta valið um þrjár mismun­andi fjár­fest­ing­ar­leiðir.
  • Hægt er að taka út tilgreindan séreign­ar­sparnað frá 62 ára aldri .
  • Tilgreindan séreign­ar­sparnað er ekki heimilt að nota til að safna skatt­frjálst til húsnæð­is­kaupa eða til að greiða skatt­frjálst niður húsnæð­islán.
  • Tilgreind séreign erfist.
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki