Tilgreind séreign er önnur tegund séreignarsparnaðar en áður hefur boðist og um hana gilda aðrar reglur. Í 22. gr. samþykkta Gildis-lífeyrissjóðs er að finna ákvæði sem gilda um tilgreinda séreign.
- Allt viðbótariðgjaldið fer í samtryggingardeild nema sjóðfélagi óski eftir að því verði ráðstafað í tilgreinda séreign.
- Mikilvægt er að sjóðfélagar geri sér grein fyrir að réttindi í samtryggingardeild geta falið í sér verðmæt tryggingaréttindi.
- Með ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign ávinnst ekki, hvað þau iðgjöld snertir, réttur til ævilangs ellilífeyris, né örorku- og makalífeyris með framreikningi heldur byggir sjóðfélagi upp sjóð sem er séreign viðkomandi.
- Sjóðfélagi þarf að taka upplýsta ákvörðun um ráðstöfun iðgjalds og tilkynna sínum lífeyrissjóði um ráðstöfun iðgjaldsins.
- Sjóðfélagi má hvenær sem er breyta því hvernig hann ráðstafar iðgjaldi umfram 12%.
- Sjóðfélagar í Gildi geta valið um þrjár mismunandi fjárfestingarleiðir.
- Hægt er að taka út tilgreindan séreignarsparnað frá 62 ára aldri .
- Tilgreindan séreignarsparnað er ekki heimilt að nota til að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.
- Tilgreind séreign erfist.