Gildi merki
  • Séreign
  • Helstu upplýsingar
  • Helstu kostir

Helstu kostir

Skattalegt hagræði

Greiðslur í séreignarsparnað eru dregnar frá launum fyrir skatt. Útborguð laun lækka því nokkru minna en nemur þeirri fjárhæð sem lögð er í sparnaðinn, þar sem skatturinn er greiddur við úttekt hans. Þá er ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun.

Mótframlag frá launagreiðanda

Enginn ætti að láta mótframlag launagreiðanda ganga sér úr greipum, enda felst hrein launauppbót í því sem nemur þessum 2%. Launagreiðandi sér um alla umsýslu eftir að gengið hefur verið frá samningi um séreignarsparnað.

Aukið ráðstöfunarfé á efri árum

Við starfslok má ætla að ráðstöfunartekjur lækki og þá er gott að geta gripið til séreignarsparnaðarins til að hækka þær.

Sparnaðurinn erfist

Séreignarsparnaður er séreign viðkomandi sem erfist að fullu til lögerfingja og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga.

Sveigjanleg ráðstöfun

Frá 60 ára aldri er hægt að taka alla inneign út í einu, fá reglubundnar greiðslur eða stakar þegar þörf krefur.

Skerðir ekki tilteknar greiðslur frá hinu opinbera

Séreignarsparnaður hefur ekki áhrif á ellilífeyri og tekjutryggingu frá almannatryggingum og skerðir ekki barnabætur, vaxtabætur eða atvinnuleysisbætur.

Stuðningur til kaupa á fyrstu fasteign

Nýta má skattfrjálst séreign sem komin er til eftir 1. júlí 2014, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til þessa má verja sparnaði á samfelldu 10 ára tímabili, þó að hámarki 500 þúsund krónum á ári. Útgreiðsla vegna fasteignakaupa.

Séreign má nýta skattfrjálst

Greiða má skattfrjálst séreign inn á höfuðstól húsnæðislána til 30. júní 2019. Þeir sem ekki eiga fasteign geta nýtt séreignina sína með sambærilegum hætti til útborgunar vegna fasteignakaupa. Gildir sú ráðstöfun um þann sparnað sem lagður hefur verið fyrir frá 1. júlí 2014 og til 30. júní 2023. Séreign inn á lán.

Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki