- Heimilt er að nýta séreignarsparnað til kaupa á húsnæði til eigin nota.
- Ráðstöfunin er skattfrjáls.
- Gildir fyrir greidd iðgjöld vegna launa á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2021.
- Einstaklingur getur lagt fyrir að hámarki 500 þús. kr. á ári. Framlag launþega 4% en getur að hámarki verið 333 þús. kr. á ári. Framlag launagreiðanda 2% en getur að hámarki verið 167 þús. kr. á ári.
- Hjón og einstaklingar, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar, geta lagt fyrir að hámarki 750 þús. kr. á ári. Framlag launþega 4% en getur að hámarki verið 500 þús. kr. ári. Framlag launagreiðanda 2% en getur að hámarki verið 250 þús. kr. á ári.
- Skilyrði að viðkomandi hafi ekki átt fasteign 1. júlí 2014 og þar til sótt er um úttektina.
- Sótt er um á vef ríkisskattstjóra þegar kaupsamningur liggur fyrir.