Gildir í 10 ár samfellt og umsækjandi velur upphafstíma. Úrræðið er þríþætt.
- Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði sem hefur safnast upp á tilteknu tímabili til kaupa á fyrstu fasteign.
- Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði inn á höfuðstól fasteignalás sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð og sem tekið var vegna kaupanna.
- Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði til afborgunar á óverðtryggðu láni og inn á höfuðstól láns sem tryggt er með veði í húsnæðinu.
- Ráðstöfunin er skattfrjáls.
- Hámarksfjárhæð á ári er 500.000 kr. á einstakling. Hámark 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda.
- Framlag einstaklings þarf að vera a.m.k. jafn hátt framlagi launagreiðanda.
- Rétthafi verður að eiga a.m.k. 30% eignarhlut í íbúðarhúsnæðinu og mega kaupendur ekki vera fleiri en tveir.
- Lögin gilda frá 1. júlí 2017. Þó er heimilt að nýta séreignarsparnað sem safnast hefur upp frá 1. júlí 2014 til kaupa á fyrstu fasteign.
- Umsóknum skal beint rafrænt til ríkisskattstjóra.