Gildi merki
  • Séreign
  • Fasteignakaup
  • Stuðningur til kaupa á fyrstu fasteign

Stuðningur til kaupa á fyrstu fasteign

Gildir í 10 ár samfellt og umsækjandi velur upphafstíma. Úrræðið er þríþætt.
Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði sem hefur safnast upp á tilteknu tímabili til kaupa á fyrstu fasteign.
Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði inn á höfuðstól fasteignalás sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð og sem tekið var vegna kaupanna.
Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði til afborgunar á óverðtryggðu láni og inn á höfuðstól láns sem tryggt er með veði í húsnæðinu.

  • Ráðstöfunin er skattfrjáls.
  • Hámarksfjárhæð á ári er 500.000 kr. á einstakling. Hámark 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda.
  • Framlag einstaklings þarf að vera a.m.k. jafn hátt framlagi launagreiðanda.
  • Rétthafi verður að eiga a.m.k. 30% eignarhlut í íbúðarhúsnæðinu og mega kaupendur ekki vera fleiri en tveir.
  • Lögin gilda frá 1. júlí 2017. Þó er heimilt að nýta séreignarsparnað sem safnast hefur upp frá 1. júlí 2014 til kaupa á fyrstu fasteign.
  • Umsóknum skal beint rafrænt til ríkisskattstjóra.
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki