Gildi merki

Algengar spurningar:
Séreign
  • Almennt
  • Lífeyrir
  • Séreign
  • Lán
  • Iðgjöld

  • Geta öryrkjar tekið út séreignarsparnaðinn fyrir 60 ára aldur?

    Ef sjóðfélagi verður að hætta störfum vegna varanlegrar örorku getur hann sótt um útgreiðslu á sparnaðinum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

  • Hvenær get ég fengið séreignina greidda út?

    Séreignarsparnað er hægt að nýta frá 60 ára aldri með þeim skilyrðum að lágmark tvö ár séu liðin frá fyrstu innborgun. Þá er hægt að taka allt út í einu, fá reglubundnar greiðslur eða stakar þegar þörf krefur.

  • Hvernig sæki ég um útborgun séreignar?

    Umsóknareyðublöð er að finna hér á vef Gildis. Einnig er hægt að hafa samband við sjóðinn og fá eyðublað sent eða koma og sækja um útgreiðslu. Greitt er út síðasta virka dag mánaðar og þarf umsókn að berast sjóðnum fyrir 21. dag þess mánaðar.

  • Hvernig er séreignarsparnaður ávaxtaður?

    Hjá Gildi er hægt að velja á milli þriggja mismunandi fjárfestingarleiða sem byggjast á samspili ávöxtunar og áhættu ásamt ólíkum þörfum og áhættuvilja sjóðfélaga.

  • Hefur séreignarsparnaður áhrif á ellilífeyri frá hinu opinbera?

    Séreignarsparnaður hefur ekki áhrif á ellilífeyri og tekjutryggingu frá almannatryggingum.

  • Get ég ráðstafað séreign í húsnæði?

    Séreignarsparnað er hægt að nýta skattfrjálst við kaup á fasteign eða til greiðslu inn á húsnæðislán að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

  • Erfist séreignarsparnaður?

    Séreignarsparnaður er séreign viðkomandi sem erfist að fullu til lögerfingja og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga. Láti sjóðfélagi ekki eftir sig maka eða börn rennur séreignin til dánarbúsins.

  • Af hverju ætti ég að leggja fyrir í séreignarsparnað?

    Ávinningur af séreignarsparnaði er margvíslegur og ótvíræður. Með því að leggja a.m.k. 2% launa í séreign fæst 2% mótframlag frá vinnuveitanda sem jafngildir í raun 2% launahækkun.

    Séreignarsparnaður er eitthvert hagstæðasta sparnaðarform sem völ er á og veitir þeim sem það nýta aukið ráðstöfunarfé á efri árum.

    Frá 60 ára aldri er hægt að taka heildar inneign út í einu, fá reglubundnar greiðslur eða stakar þegar þörf krefur.

  • Verð ég að safna séreignarsparnaði?

    Það er ekki skylda að leggja fyrir í séreignarsparnað en ávinningur af því er ótvíræður og því eindregið mælt með að gera slíkt.

  • Hvernig sæki ég um séreignarsparnað?

    Hægt er að sækja um séreignarsparnað hér á vef Gildis eða koma við á skrifstofu sjóðsins og skrifa undir samning.

  • Hvað er séreignarsparnaður?

    Séreignarsparnaður er viðbótarlífeyrissparnaður og séreign viðkomandi. Þetta er einn hagkvæmasti sparnaður sem völ er á. Launþegi sem leggur 2-4% fyrir mánaðarlega af launum sínum fær 2% viðbótarframlag frá vinnuveitanda sem í reynd er þá hrein launauppbót. Líkt og með annan lífeyrissparnað er ekki greiddur skattur af honum fyrr en við útgreiðslu.

Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki