Einn hagkvæmasti sparnaður sem völ er á

Séreignarsparnaður er einn hagkvæmasti sparnaður sem völ er á. Launþegi sem leggur 2%–4% fyrir með þessum hætti mánaðarlega fær 2% á móti frá vinnuveitanda sem er þá í reynd hrein launahækkun.

Helstu upplýsingar

Tryggðu þér 2% launahækkun

Miðað við 350.000 kr. laun þá lækka útborguð laun um tæpar 9.000 kr. á mánuði (tæp 106 þkr. á ári og liðlega 3,7 mkr. á 35 árum). Miðað við 4% raunávöxtun skilar það tæplega 19 milljónum króna eftir 35 ár. Það er að segja; upphæðin sem þú leggur til hliðar rúmlega fimmfaldast.

 • Helstu kostir
  Skattalegt hagræði

  Greiðslur í séreignarsparnað eru dregnar frá launum fyrir skatt. Útborguð laun lækka því nokkru minna en nemur þeirri fjárhæð sem lögð er í sparnaðinn, þar sem skatturinn er greiddur við úttekt hans. Þá er ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun.

  Mótframlag frá launagreiðanda

  Enginn ætti að láta mótframlag launagreiðanda ganga sér úr greipum, enda felst hrein launauppbót í því sem nemur þessum 2%. Launagreiðandi sér um alla umsýslu eftir að gengið hefur verið frá samningi um séreignarsparnað.

  Aukið ráðstöfunarfé á efri árum

  Við starfslok má ætla að ráðstöfunartekjur lækki og þá er gott að geta gripið til séreignarsparnaðarins til að hækka þær.

  Sparnaðurinn erfist

  Séreignarsparnaður er séreign viðkomandi sem erfist að fullu til lögerfingja og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga.

  Sveigjanleg ráðstöfun

  Frá 60 ára aldri er hægt að taka alla inneign út í einu, fá reglubundnar greiðslur eða stakar þegar þörf krefur.

  Skerðir ekki tilteknar greiðslur frá hinu opinbera

  Séreignarsparnaður hefur ekki áhrif á ellilífeyri og tekjutryggingu frá almannatryggingum og skerðir ekki barnabætur, vaxtabætur eða atvinnuleysisbætur.

  Stuðningur til kaupa á fyrstu fasteign

  Nýta má skattfrjálst séreign sem komin er til eftir 1. júlí 2014, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til þessa má verja sparnaði á samfelldu 10 ára tímabili, þó að hámarki 500 þúsund krónum á ári. Útgreiðsla vegna fasteignakaupa.

  Séreign má nýta skattfrjálst

  Greiða má skattfrjálst séreign inn á höfuðstól húsnæðislána til 30. júní 2019. Þeir sem ekki eiga fasteign geta nýtt séreignina sína með sambærilegum hætti til útborgunar vegna fasteignakaupa. Gildir sú ráðstöfun um þann sparnað sem lagður hefur verið fyrir frá 1. júlí 2014 og til 30. júní 2023. Séreign inn á lán.

 • Ávöxtun

  Þrjár mismunandi ávöxtunarleiðir standa sjóðfélögum til boða. Samspil ávöxtunar og áhættu, ásamt mismunandi þörfum sjóðfélaga, er það sem haft er í huga við uppbyggingu verðbréfasafnanna.

  Ávöxtun
  Raunávöxtun 2021Nafnávöxtun 2021
  Framtíðarsýn 111,4%16,8%
  Framtíðarsýn 26,6% 11,8%
  Framtíðarsýn 30,0%4,9%
  Meðaltal hreinnar nafn- og raunávöxtunar undanfarin 5 ár
  Hrein nafnávöxtunHrein raunávöxtun
  Séreign Framtíðarsýn 1 10,9 7,5
  Séreign Framtíðarsýn 2 9,4 6,0
  Séreign Framtíðarsýn 34,4 1,2
  Meðaltal hreinnar nafn- og raunávöxtunar undanfarin 5 ár
  Raunávöxtun
  20212020201920182017
  Framtíðarsýn 111,4%9,7%10,1%0,7%5,9%
  Framtíðarsýn 26,6%7,5%7,9%2,2%5,7%
  Framtíðarsýn 30,0%0,5%1,6%1,9%1,8%
  Nafnávöxtun
  20212020201920182017
  Framtíðarsýn 116,8% 13,5%13,1%4,0%7,7%
  Framtíðarsýn 211,8%11,3%10,8%5,5%7,5%
  Framtíðarsýn 34,9%4,0%4,3%5,2%3,6%
 • Fjárfestingarstefna

  Fjárfestingarstefna séreignardeildar tekur mið af því að draga skuli úr vægi hlutabréfa eftir því sem aldur sjóðfélaga færist yfir. Þannig má minnka sveiflur í virði þar til eignasafnið samanstendur eingöngu af verðtryggðum innlánum. Sjóðfélagar í séreignardeild velja á milli þriggja mismunandi fjárfestingarleiða eftir því hvað hentar viðkomandi.

 • Lykilupplýsingaskjal séreignar

Reikna lífeyri

 • Lífeyrir
 • Séreignarsparnaður
 • Tilgreind séreign
Niðurstöður
 • Mánaðarlegur, ævilangur lífeyrir við aldur

  kr.
 • Inneign í séreignarsjóði við aldur

  kr.
 • Mánaðarleg útborgun úr séreignarsjóði í ár

  kr.

Athugið að niðurstöður sýna eingöngu áætlun.

Augnablik…

Séreign til fasteignakaupa

 • Stuðningur til kaupa á fyrstu fasteign
  Gildir í 10 ár samfellt og umsækjandi velur upphafstíma. Úrræðið er þríþætt.
  Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði sem hefur safnast upp á tilteknu tímabili til kaupa á fyrstu fasteign.
  Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði inn á höfuðstól fasteignalás sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð og sem tekið var vegna kaupanna.
  Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði til afborgunar á óverðtryggðu láni og inn á höfuðstól láns sem tryggt er með veði í húsnæðinu.

  • Ráðstöfunin er skattfrjáls.
  • Hámarksfjárhæð á ári er 500.000 kr. á einstakling. Hámark 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda.
  • Framlag einstaklings þarf að vera a.m.k. jafn hátt framlagi launagreiðanda.
  • Rétthafi verður að eiga a.m.k. 30% eignarhlut í íbúðarhúsnæðinu og mega kaupendur ekki vera fleiri en tveir.
  • Lögin gilda frá 1. júlí 2017. Þó er heimilt að nýta séreignarsparnað sem safnast hefur upp frá 1. júlí 2014 til kaupa á fyrstu fasteign.
  • Umsóknum skal beint rafrænt til ríkisskattstjóra.
 • Útgreiðsla vegna fasteignakaupa
  • Heimilt er að nýta séreignarsparnað til kaupa á húsnæði til eigin nota.
  • Ráðstöfunin er skattfrjáls.
  • Gildir fyrir greidd iðgjöld vegna launa á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2023.
  • Einstaklingur getur lagt fyrir að hámarki 500 þús. kr. á ári. Framlag launþega 4% en getur að hámarki verið 333 þús. kr. á ári. Framlag launagreiðanda 2% en getur að hámarki verið 167 þús. kr. á ári.
  • Hjón og einstaklingar, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar, geta lagt fyrir að hámarki 750 þús. kr. á ári. Framlag launþega 4% en getur að hámarki verið 500 þús. kr. ári. Framlag launagreiðanda 2% en getur að hámarki verið 250 þús. kr. á ári.
  • Skilyrði að viðkomandi hafi ekki átt fasteign 1. júlí 2014 og þar til sótt er um úttektina.
  • Sótt er um á vef ríkisskattstjóra þegar kaupsamningur liggur fyrir.
 • Séreign inn á lán
  • Skilyrði að lánin séu tryggð með veði í íbúðarhúsnæði til eigin nota.
  • Ráðstöfunin er skattfrjáls.
  • Gildir fyrir greidd iðgjöld vegna launa á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2023.
  • Sótt er um úrræðið á vef ríkisskattstjóra, leidretting.is. Umsóknin gildir ekki afturvirkt heldur greiðist séreign inn á lán frá þeim mánuði sem umsókn berst.
  • Einstaklingur getur greitt að hámarki 500 þús. kr. á ári. Framlag launþega 4% en getur að hámarki verið 333 þús. kr. á ári. Framlag launagreiðanda 2% en getur að hámarki verið 167 þús. kr. á ári.
  • Hjón og einstaklingar, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar, geta greitt að hámarki 750 þús. kr. á ári. Framlag launþega 4% en getur að hámarki verið 500 þús. kr. á ári. Framlag launagreiðanda 2% en getur að hámarki verið 250 þús. kr. á ári.

Tilgreind
séreign

Hægt er að ráðstafa hluta eða að öllu leyti því iðgjaldi sem er umfram 12% (nú 3,5%) í tilgreinda séreign.

 • Fyrirkomulag

  Tilgreind séreign er önnur tegund séreign­ar­sparn­aðar en áður hefur boðist og um hana gilda aðrar reglur. Í 22. gr. samþykkta Gildis-lífeyr­is­sjóðs er að finna ákvæði sem gilda um tilgreinda séreign.

  • Allt viðbótar­ið­gjaldið fer í samtrygg­ing­ar­deild nema sjóð­fé­lagi óski eftir að því verði ráðstafað í tilgreinda séreign.
  • Mikil­vægt er að sjóð­fé­lagar geri sér grein fyrir að rétt­indi í samtrygg­ing­ar­deild geta falið í sér verðmæt trygg­inga­rétt­indi.
  • Með ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign ávinnst ekki, hvað þau iðgjöld snertir, réttur til ævilangs elli­líf­eyris, né örorku- og maka­líf­eyris með fram­reikn­ingi heldur byggir sjóð­fé­lagi upp sjóð sem er séreign viðkom­andi.
  • Sjóð­fé­lagi þarf að taka upplýsta ákvörðun um ráðstöfun iðgjalds og tilkynna sínum lífeyr­is­sjóði um ráðstöfun iðgjaldsins.
  • Sjóð­fé­lagi má hvenær sem er breyta því hvernig hann ráðstafar iðgjaldi umfram 12%.
  • Sjóð­fé­lagar í Gildi geta valið um þrjár mismun­andi fjár­fest­ing­ar­leiðir.
  • Hægt er að taka út tilgreindan séreign­ar­sparnað frá 62 ára aldri .
  • Tilgreindan séreign­ar­sparnað er ekki heimilt að nota til að safna skatt­frjálst til húsnæð­is­kaupa eða til að greiða skatt­frjálst niður húsnæð­islán.
  • Tilgreind séreign erfist.
 • Umsókn
  Umsókn með
  rafrænum skilríkjum

  Tengjast

  Prenta út eyðublað

  Fylla þarf út eyðu­blaðið, prenta út og undir­rita og koma því til sjóðsins.

  Sækja eyðublað