Gildi merki
  • Lífeyrir
  • Skattlagning lífeyrisgreiðslna

Skattlagning
lífeyrisgreiðslna

Greiða þarf skatt af lífeyrisgreiðslum eins og hefðbundnum launagreiðslum. Skattþrepin eru þrjú.

Af fyrstu 349.018 kr/mán
31,45%

Af fjárhæð frá 349.019 til 979.847 kr/mán
37,95%

Af fjárhæð yfir 979.847 kr/mán
46,25%

Tilkynna þarf í hvaða skattþrepi tekjuskattsgreiðslur eiga að vera ef heildartekjur lífeyrisþega, frá sjóðnum og öðrum ef við á, eru samtals meira en 339.018 kr á mánuði. Sjóðurinn stendur skil á staðgreiðslu skatta en hver og einn þarf að láta vita hve hátt hlutfall af skattkorti hann vill nýta hjá sjóðnum.

Árið 2021 er persónuafsláttur 50.792 kr/mán og skattleysismörk lífeyrisþega þá 161.501 kr. á mánuði, þ.e. persónuafsláttur deilt með skattprósentu (50.792 kr. ÷ 0,3145).

Sem dæmi má taka að til að greiða ekki skatt af lífeyrisgreiðslum frá sjóðnum sem nema 100.000 kr. á mánuði, þarf að nýta 62% af skattkorti (100.000 kr. × 0,3145 ÷ 50.792 kr. = 0,619).

Lífeyrisþegar geta nýtt allt að 100% af ónýttu skattkorti maka til skattalækkunar. Við fráfall maka geta lífeyris-þegar nýtt skattkort makans í 9 mánuði frá og með andlátsmánuði.

RSK: Ítarlegar upplýsingar um skatta og greiðslur þeirra.

Nýta persónuafslátt hjá Gildi
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki